mán 27. júlí 2015 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur: Þetta kemur leikmönnum ekkert við
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ofboðslega skemmtilegt að spila á KR-vellinum. Það er mikil hefð fyrir árangri hjá KR og við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná úrslitum," segir Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks við Blikar TV um leikinn gegn KR í Pepsi-deildinni í kvöld.

Þorsteinn Már Ragnarsson og Gary Martin, framherjar, hafa verið orðaðir við Breiðablik í þessum mánuði og skilaboð hafa gengið á milli félaga í fjölmiðlum. Hefur það áhrif í kvöld?

„Nei, ég get ekki ímyndað mér það. Þetta er það sem þeir stjórna félögunum eru að vinna við. Þetta kemur leikmönnum ekkert við. Við erum ekki að pæla í því hvort einhverjir vilji koma til okkar eða ekki. Það skiptir ekki máli. Við erum með fínan hóp hérna og þetta hefur ekki áhrif á okkar leikmannahóp," sagði Gunnleifur en Arnar Grétarsson er sammála því að þetta hafi ekki áhrif í kvöld.

„Nei en ég vona að það mótiveri menn í að standa sig vel. Það er eitthvað sem er fyrir utan völl og er búið. Menn fara ekki að erfa það. Við þurfum að horfa fram á veginn en ekki í baksýnisspegilinn. Það hjálpar okkur lítið að vorkenna okkur."

„Við erum með þennan hóp og ákveðinn leikmaður er og verður í KR. Við þurfum að mæta dýrvitlausir og einbeitir og sækja þrjú stig."


„Það veður skoðað á allra næstu dögum hvað gerist. Það er líka verið að skoða aðra hluti og það gæti einhver komið á prufu í næstu viku."

Hér að neðan má sjá hvað Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Gunnleifur og Arnar hafa að segja um leikinn í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner