Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mán 27. júlí 2015 22:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frostaskjóli
Jonathan Glenn: Síðustu 48 tímar verið klikkaðir
watermark Jonathan Glenn lendir í samstuði við Stefán Loga Magnússon í kvöld.
Jonathan Glenn lendir í samstuði við Stefán Loga Magnússon í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, nýjasti leikmaður Breiðabliks spilaði 45 mínútur fyrir ÍBV í gær. Hann fór síðan til Breiðabliks um kvöldið og spilaði 20 mínútur í markalausa jafnteflinu við KR.

Ekki oft sem maður sér það í fótbolta. Fótbolti.net kíkti á hljóðið í Glenn eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Breiðablik

„Þetta var góður leikur hjá okkur í dag. KR er með gott lið. Þetta var jafn leikur, bæði lið fengu færi og ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit."

„Við fengum góð færi en svona er þetta stundum, vonandi getum við byrjað að skora, vinna leiki og fara ofar í töflunni."

Glenn segist ekki alveg vera búinn að meðtaka það sem hefur gerst síðustu tvo daga.

„Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta ennþá en síðustu 48 tímar hafa verið brjálaðir. Við kláruðum allt í gærkvöldi og í dag er ég að spila."

Glenn var nálægt því að skora í leiknum er hann komst einn gegn Stefáni Loga en Stefán var snöggur af línunni og náði að bjarga.

„Ég var óheppinn að taka of fasta snertingu, markmaðurinn var mjög fljótur af línunni og náði honum. Ég var óheppinn."

Hann segir að ákvörðunin um að færa sig um set sé góð fyrir alla.

„Þetta var sameiginleg ákvörðun á milli ÍBV, mín og Breiðablik. ÍBV fékk framherja (Gunnar Heiðar Þorvaldsson) og voru að reyna að minnka launakostnaðinn sinn."

„Breiðablik var að leita af framherja og ég var að leita að liði sem er að berjast up titilinn. Það græddu allir á þessu."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner