Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. júlí 2015 14:25
Magnús Már Einarsson
Jordan Ayew til Aston Villa (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur keypt framherjann Jordan Ayew frá Lorient í Frakklandi.

Hinn 23 ára gamli Ayew á að hjálpa til við að fylla skarð Christian Benteke sem fór til Liverpool í síðustu viku.

Talið er að kaupverðið sé í kringum 12 milljónir punda.

Aston Villa hefur fengið Jordan Amavi, Idrissa Gueye, Scott Sinclair, Micah Richards og Mark Bunn til liðs við sig í sumar auk Ayew.

Ayew fetar í fótspor bróður síns Andre með því að fara í ensku úrvalsdeildina en hann samdi við Swansea fyrr í sumar.
Athugasemdir
banner
banner