Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 27. júlí 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Markvörður í 3. deildinni skoraði af 80 metra færi
Hjörtur Geir Heimisson.
Hjörtur Geir Heimisson.
Mynd: Víðir Örn Jónsson
Hjörtur Geir Heimisson, markvörður Magna frá Grenivík, skoraði skrautlegt mark í 3-0 sigri á Reyni Sandgerði í 3. deildinni í gær.

„Reynismenn voru að reyna að stinga boltanum inn fyrir á okkur en ég næ að grípa boltann. Síðan legg ég boltann niður, einhverstaðar við vítateigslínuna, og ætla senda langan upp í striker. En hann varð aðeins of langur og boltinn skoppar einhverstaðar milli teigslínu og vítapunkts í hinum teignum og yfir markmanninn," sagði Hjörtur við Fótbolta.net í dag um markið.

Einungis mínútu síðar lagði Hjörtur upp annað mark Magna en hann átti þá aftur langa spyrnu fram völlinn á Lars Óli Jessen sem skoraði. Til að toppa frammistöðu sína þá varði Hjörtur vítaspyrnu í síðari hálfleik.

„Hingað til er þetta held ég lang skemmtilegasti leikurinn á ferlinum. Það er ekki mikið meira sem maður getur gert sem markmaður en að skora, leggja upp, verja víti og halda hreinu," sagði Hjörtur léttur í bragði í dag.

Magni er í langefsta sætinu í 3. deildinni en liðið hefur unnið ellefu af tólf leikjum sínum hingað til. Hverju er þessi góði árangur að þakka?

„Ég held að það sé bara öllum í kringum félagið að þakka. Síðasta haust gaf stjórnin það út að liðið myndi fara upp í aðra deild á 100 ára afmælisárinu. Þeir stóðu sig svo vel í að styrka liðið og fá sterka leikmenn, svo mynda afi eldri og afi yngri (Atli Már Rúnarsson og Orri Freyr Hjaltalín) svo gríðarlega sterkt þjálfarateymi að við leikmennirnir eigum nánast ekki að geta klikkað á þessu," sagði Hjörtur.

Hér að neðan má sjá þegar Hjörtur ver vítið en það kemur eftir 2 mínútur og 10 sekúndur.


Athugasemdir
banner
banner
banner