banner
   mán 27. júlí 2015 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Neymar: Messi betri sem liðsfélagi heldur en andstæðingur
Neymar og Messi eru miklir félagar
Neymar og Messi eru miklir félagar
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn, Neymar, segir að hann kjósi frekar að hafa Lionel Messi sem liðsfélaga heldur en andstæðing.

Þeir félagar munu mætast sem andstæðingar þegar að landslið þeirra, Brasilía og Argentína, mætast í undankeppni HM.

"Messi er frábær leikmaður og að spila á móti honum er ekki gaman, það er frekar slæmt," sagði Neymar í samtali við Globo's SporTV.

Neymar, sem ásamt Messi hjálpaði Barcelona að að vinna La Liga og Meistaradeild Evrópu, segir að markmið hans felist þó ekki endilega í því að verða betri en Messi.

"Ég vil ekki vera betri en Messi. Ég vil fara mína eigin leið og halda áfram að gera þá hluti sem ég hef verið að gera, vinna titla og ná markmiðum."

"Ég vil ekki að vera betri en einhver annar. Ég vil bara vera besta útgáfan af mér sem ég get verið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner