Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 27. júlí 2015 21:14
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frostaskjóli
Þorvaldur Árnason fór í sjúkrabíl frá KR-velli
Þorvaldur Árnason liggur í grasinu eftir höfuðhöggið.
Þorvaldur Árnason liggur í grasinu eftir höfuðhöggið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Breiðabliks, þurfti að fara með sjúkrabíl frá KR vellinum í dag en hann dæmdi fyrri hálfleik liðanna.

Þorvaldur fékk þungt högg er Atli Sigurjónsson spyrnti boltanum í höfuð hans, hann hélt þó áfram og kláraði hálfleikinn.

Þorvaldur kastaði upp á leið sinni til búningsklefa og því var kallað á sjúkrabíl, Þorvaldur yfirgaf síðan KR völlinn í bílnum. Þorvaldur er með heilahristing og við hjá Fótbolta.net óskum honum góðum og hröðum bata.

Fyrir leik meiddist Smári Stefánsson aðstoðardómari í upphitun og fór Erlendur Eiríksson sem átti að vera skiltadómari á línuna í hans stað. Þóroddur Hjaltalín var kallaður úr stúkunni til að taka við skiltinu.

Eftir að Þorvaldur gat ekki haldið áfram tók Erlendur við flautunni og aðstoðardómarinn Jóhann Gunnar Guðmundsson kom úr stúkunni og tók við flagginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner