mán 27. júlí 2015 15:45
Elvar Geir Magnússon
Valur fær danskan miðjumann (Staðfest)
Mathias Schlie.
Mathias Schlie.
Mynd: FCF-TV
Valsmenn hafa bætt við sig leikmanni en miðjumaðurinn Mathias Schlie er kominn til Hlíðarendafélagsins samkvæmt dönskum fjölmiðlum.

Schlie kemur frá danska úrvalsdeildarfélaginu Hobro þar sem hann hefur ekki náð að brjóta sér leið inn í liðið eftir að hafa komið frá Vendyssel. Hann þekkir Patrick Pedersen, sóknarmann Vals vel, en þeir spiluðu saman hjá Vendyssel.

Schlie kemur á lánssamningi en yfirmaður knattspyrnumála hjá Hobro segir að um góðan leikmann sé að ræða sem vonandi muni öðlast sjálfstraust í íslenska boltanum.

Fyrr í þessum mánuði fékk Valur til sín Emil Atlason frá KR og er hinn 27 ára Schlie því annar leikmaðurinn sem kemur í glugganum.

Valur er í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar en beið lægri hlut fyrir Víkingi á laugardag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner