Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 27. júlí 2016 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: KFR valtaði yfir Víði
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Tindastóll er á toppnum.
Tindastóll er á toppnum.
Mynd: Tindastóll
Það litu afar óvænt úrslit dagsins ljós í 3. deildinni í kvöld þegar fallbaráttulið KFR gjörsamlega valtaði yfir toppbaráttulið Víðis.

Víðir hafði aðeins tapað einum deildarleik af tíu fyrir heimsóknina á Hvolsvöll þar sem heimamenn gerðu sér lítið fyrir og voru komnir í 4-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik bætti KFR við tveimur mörkum áður en gestirnir klóruðu í bakkann. Upplýsingar um markaskorara leiksins vantar en þær ættu að berast innan skamms.

Tindastóll er kominn á toppinn eftir nauman sigur á Dalvík/Reyni og þá er Reynir Sandgerði kominn yfir Kára eftir sigur í innbyrðisviðureign.

Tindastóll 1 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Kenneth Hogg ('88)

KFR 6 - 1 Víðir
1-0 Markaskorara vantar ('14)
2-0 Markaskorara vantar ('26)
3-0 Markaskorara vantar ('40)
4-0 Markaskorara vantar ('45)
5-0 Markaskorara vantar ('65)
6-0 Markaskorara vantar ('80)
6-1 Markaskorara vantar ('85)

Kári 1 - 2 Reynir Sandgerði
1-0 Marínó Hilmar Ásgeirsson ('18)
1-1 Bergþór Ingi Smárason ('68)
1-2 Róbert Freyr Samaniego ('94)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner