Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2016 00:22
Alexander Freyr Tamimi
4. deild: Mögnuð endurkoma Ísbjarnarins
Ísbjörninn.
Ísbjörninn.
Mynd: Ísbjörninn
Sex leikir fóru fram í 4. deild karla í kvöld.

GG vann 4-0 sigur gegn Snæfelli í B-riðli og Hvíti Riddarinn vann annan eins sigur gegn Stál-Úlfu í C-riðli.

Tíu leikmenn Ísbjarnarins náðu sér í ævintýralegt 2-2 jafntefli gegn Kormáki/Hvöt eftir að hafa lent 2-0 undir á 80. mínútu.

Í D-riðli vann Hamar 5-1 sigur gegn Vatnaliljum, Álftanes vann 2-0 sigur gegn Kóngunum og KH vann 3-1 sigur gegn Kríu.

Snæfell 0 - 4 GG (B riðill)
0-1 Guðmundur Ingi Kjartansson ('12)
0-2 Nathan Ward ('47)
0-3 Anton Ingi Rúnarsson ('52)
0-4 Anton Ingi Rúnarsson ('73)

Þessi leikur skipti ekki miklu máli fyrir stöðuna í riðlinum þar sem ÍH, KFG og Skallagrímur berjast um sætin tvö í úrslitakeppninni.

Hvíti Riddarinn 4 - 0 Stál-Úlfur (C riðill)
1-0 Haukur Eyþórsson ('10)
2-0 Haukur Eyþórsson ('45)
3-0 Davíð Einarsson ('59)
4-0 Arnór Þrastarson ('61)

Ísbjörninn 2 - 2 Kormákur/Hvöt (C riðill)
0-1 Sigurður Bjarni Aadnegard ('33)
0-2 Sigurður Bjarni Aadnegard ('80, víti)
1-2 Indriði Björn Þórðarson ('85)
2-2 Alexander Freyr Sigurðsson ('90, víti)
Rautt spjald: Gísli Þór Einarsson, Ísbjörninn ('56)

Með þessum sigri eru Hvíti Riddarinn öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Tapið hjá Stálúlfi og jafnteflið hjá Kormáki gerði það að verkum að Léttismenn eiga seinna sætið nær bókað á sínu nafni en það þarf ansi mikið að gerast til þess að það gerist ekki.

Hamar 5 - 1 Vatnaliljur (D riðill)
Markaskorara vantar

Álftanes 2 - 0 Kóngarnir (D riðill)
1-0 Guðbjörn Alexander Snæbjörnsson ('75, víti)
2-0 Guðbjörn Alexander Snæbjörnsson ('78)

Kría 1 - 3 KH (D riðill)
0-1 Felix Hjálmarsson ('4)
1-1 Markaskorara vantar ('28)
1-2 Hreinn Þorvaldsson ('62)
1-3 Alexander Lúðvígsson ('80)

Hamarsmenn hefndu fyrir dýrkeypt jafntefli við Vatnaliljurnar um helgina með öruggum sigri, Álftnesingar sem eru í 3.sæti og gætu tekið 2.sætið af Hamarsmönnum í lokaumferðunum lentu í óvenju vandræðum gegn Kóngunum en sigur vannst þó að lokum. KH heldur áfram að sigla sigrunum inn og eru öruggir með sæti í úrslitakeppninni nema undur og stórmerki gerast að þeir tapi öllum leikjum sínum í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner