Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júlí 2016 11:02
Magnús Már Einarsson
Auka skipting í framlengingu í enska bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að leyfa auka skiptingu í framlengingu frá og með 8-liða úrslitum í enska bikarnum.

Leikið er til þrautar frá og með 8-liða úrslitum en lið mætast ekki aftur ef það er jafnt eins og á fyrri stigum keppninnar.

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að leyfa fjórðu skiptinguna á hvort lið í framlengingu.

FIFA á eftir að staðfesta reglubreytinguna en enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér tillögu.

Þetta fyrirkomulag var prófað á Copa America í sumar en þar var fjórða skiptingin leyfilega framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner