banner
   mið 27. júlí 2016 09:20
Magnús Már Einarsson
Bjarni Gunn í HK á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur fengið framherjann Bjarna Gunnarsson á láni frá ÍBV út þetta tímabil.

Bjarni fékk leyfi til að fara frá ÍBV á láni í síðustu viku en hann kom þó inn á sem varamaður í leiknum gegn ÍA á sunnudaginn.

Bjarni hefur í sumar skorað eitt mark í sex leikjum í Pepsi-deildinni en það var sigurmark gegn KR í júní.

Þá hefur Bjarni skorað tvö mörk í þremur leikjum með Eyjamönnum í Borgunarbikarnum í sumar.

Hinn 23 ára gamli Bjarni kom til ÍBV frá uppeldisfélagi sínu Fjölni um mitt sumar 2013.

Bjarni á að hjálpa HK í neðri hlutanum í Inkasso-deildinni en hann getur leikið sinn fyrsta leik gegn Leikni R. í Kórnum í kvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner