Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2016 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Borgunarbikarinn: Valur í úrslit eftir sigur á Selfossi
Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.
Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 1 - 2 Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('50)
0-2 Kristinn Ingi Halldórsson ('81)
1-2 James Mack ('89)
Lestu nánar um leikinn

Selfyssingar byrjuðu afar vel þegar þeir tóku á móti Valsörum í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Þeir fengu tvær hornspyrnur á upphafsmínútunum og áttu skot í stöng áður en gestirnir úr Hlíðunum tóku öll völd á vellinum.

Staðan var markalaus í hálfleik en það tók gestina ekki langan tíma að komast yfir í þeim síðari. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði þá beint úr aukaspyrnu þar sem hann lyfti boltanum glæsilega yfir vegginn og upp í bláhornið.

Heimamenn svöruðu fyrir sig með stórhættulegri sókn þar sem Valsmenn sluppu með skrekkinn en eftir það dó leikurinn og skiptust liðin á að halda boltanum, allt þar til Kristinn Ingi Halldórsson tvöfaldaði forystu Valsara á 81. mínútu.

James Mack minnkaði muninn fyrir Selfoss undir lok venjulegs leiktíma með skalla eftir hornspyrnu og litlu mátti muna að Arnóri Inga Gíslasyni tækist að jafna í uppbótartíma en skot hans beint á Anton Ara Einarsson.

Nær komust Selfyssingar ekki og eru Valsmenn því komnir í úrslitaleik bikarsins annað árið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner