Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 27. júlí 2016 21:56
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Hefðum getað jafnað og eitthvað blabla
Selfyssingar fagna marki í kvöld.
Selfyssingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Raggi Óla
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss var vonsvikinn eftir naumt tap gegn Val í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 1-2 sigri Vals en Selfyssingar fengu tækifæri til þess að jafna í lok leiksins.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Valur

Gunni hafði mikla trú á því að liðið gæti sett jöfnunarmark í lokin.

„Já, ég hafði það. Mér fannst ótrúlega mikið drive í okkur og okkur langaði þetta hrikalega mikið. Það sauð á öllum, menn voru ferskir og það var ekki að sjá á liðinu okkar að við værum búnir að spila 90 mínútur á móti úrvalsdeildarliði."

Gunnar segir að Selfyssingar hefðu ekki átt að fá meira út úr leiknum.

„Nei ég held ekki. Þetta var mjög jafn leikur. Ef eitthvað hefði fallið fyrir okkur þá hefðum við mögulega getað jafnað í lokin og eitthvað svona blabla. Þetta var jafn og skemmtilegur leikur, Valsarar taka þetta og reyna að verja þennan titil."

Selfyssingar geta nú sett fullan fókus á Inkasso-deildina.

„Jájá, við hefðum gert það allan tímann líka. Það er eitthvað sem félagið, strákarnir og við öll eigum að fókusa á, að geta einbeitt okkur að tveimur keppnum. Það er gaman að vera með í þessu og gaman að eiga möguleika á að keppa um eitthvað alvöru."

Selfyssingar urðu fyrir miklu áfalli þegar Stefán Ragnar meiddist nú á dögunum. Gunnar ætlar ekki að sækja styrkingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner