Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 27. júlí 2016 20:17
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-deildin: Fram sigraði Þór í hörkuleik
Gunnlaugur Hlynur skoraði annað mark Framara í kvöld.
Gunnlaugur Hlynur skoraði annað mark Framara í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 2 - 1 Þór
1-0 Orri Gunnarsson ('1)
2-0 Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('17)
2-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('90)
Rautt spjald: Alex Freyr Elísson, Fram ('63)
Rautt spjald: Óskar Jónsson, Þór ('87)

Lestu nánar um leikinn

Fram fékk Þór í heimsókn í fyrsta leik kvöldsins í Inkasso-deildinni og uppskar afar dýrmætan sigur.

Orri Gunnarsson kom heimamönnum yfir 24 sekúndum eftir upphafsflautið þegar Indriði Áki Þorláksson slapp innfyrir vörn gestanna eftir háa sendingu. Indriði lagði boltann á Orra sem var óvaldaður utarlega í teignum og kláraði sóknina laglega.

Heimamenn komust nálægt því að bæta öðru marki við áður en þeir tvöfölduðu forystuna sína eftir vandræðagang á miðju Þórsara. Indriði Áki náði boltanum og sendi hann einfalda sendingu innfyrir vörn gestanna og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Gunnlaug Hlyn Birgisson.

Eftir annað mark Framara fékk Jóhann Helgi Hannesson, sóknarmaður Þórsara, tvö dauðafæri með stuttu millibili en brenndi af og var staðan 2-0 fyrir Fram í hálfleik.

Alex Freyr Elísson var rekinn af velli um miðjan síðari hálfleik en ekki tókst Akureyringum að nýta sér liðsmuninn því síðari hálfleikur var steindauður. Jóhann Helgi náði að koma knettinum í netið undir lok leiks en þá var hann dæmdur rangstæður.

Það var nóg um að vera í uppbótartímanum þar sem Óskar Jónsson fékk rautt spjald fyrir að sparka í Arnar Svein Geirsson áður en Gunnar Örvar Stefánsson náði að minnka muninn fyrir Þórsara á lokasekúndum leiksins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner