Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 27. júlí 2016 21:28
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-deildin: Haukar lögðu KA á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fallbaráttuliðin áttu gott kvöld í Inkasso-deildinni og höfðu betur gegn toppbaráttuliðunum eftir sigur Framara á Þórsurum fyrr um kvöldið.

Topplið KA tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu þegar Haukar kíktu í heimsókn og þá hafði HK betur gegn Leikni R.

Öguð og skipulögð varnarvinna skóp sigurinn fyrir Hauka sem áttu aðeins tvö skot að marki KA í leiknum og fór annað þeirra, frá Elton Renato Livramento Barros, í netið.

HK átti afar góðan leik gegn Leiknismönnum og ljóst er að ekkert er gefins í fallbaráttunni í sumar þar sem aðeins fimm stig skilja fimm neðstu liðin að.

Þá náði botnlið Leiknis frá Fáskrúðsfirði jafntefli gegn Fjarðabyggð eftir að heimamenn höfðu komist í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik.

KA 0 - 1 Haukar
0-1 Elton Barros ('61)
Rautt spjald: Haukur Ásberg Hilmarsson, Haukar ('90)
Lestu nánar um leikinn

HK 2 - 1 Leiknir R.
1-0 Ágúst Freyr Hallsson ('22)
2-0 Hákon Ingi Jónsson ('59)
2-1 Atli Arnarson ('70)
Rautt spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson, Leiknir ('94)
Lestu nánar um leikinn

Fjarðabyggð 2 - 2 Leiknir F.
1-0 Víkingur Pálmason ('30)
2-0 Hákon Þór Sófusson ('41)
2-1 Jesus Suarez ('58)
2-2 Ignacio Gaona ('88)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner