Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 27. júlí 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Jese til Arsenal eða Liverpool?
Powerade
Jese gæti veri á leið í enska boltann.
Jese gæti veri á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Matuidi má fara frá PSG fyrir 30 milljónir punda.
Matuidi má fara frá PSG fyrir 30 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Martinez er líklega næsti stjóri Hull.
Martinez er líklega næsti stjóri Hull.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er kominn úr prentun!



Manchester City vonast til að fá Leroy Sane, kantmann Schalke, og Gabriel Jesus, framherja Palmeiras, á samanlagt 60 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, hætti við læknisskoðun leikmannsins í gær fyrir möguleg félagaskipti til Manchester United. (AS)

Lyon hefur sagt Arsenal og West Ham að það þurfi að borga 40 milljónir punda plús bónusa fyrir framherjann Alexandre Lacazette. (Daily Mirror)

Manchester City hefur neitað sögusögnum um að Pierre-Emerick Aubameyang sé að koma til félagsins frá Dortmund. (Bild)

Chelsea og Everton eru að berjast um William Carvalho, miðjumann Sporting Lisabon. (Daily Mirror)

Chelsea hefur sagt Juventus að Nemanja Matic sé ekki til sölu. (Daily Telegrah)

Blaise Matuidi, miðjumaður PSG, má fara frá félaginu á 30 milljónir punda en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (L'Equipe)

Arsenal og Tottenham vilja fá Wissam Ben Yedder, framherja Toulouse en hann skoraði 17 mörk í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. (Canal+)

Marko Aurnatovic vill ekki fara til Everton en hann ætlar þess í stað að gera nýjan samning við Stoke. (Daily Mail)

Manchester City hefur keypt framherjann Marlos Moreno fra Atletico Nacional á átta milljónir punda. Moreno er 19 ára gamall. (Guardian)

Ajax hefur hafnað tilboði frá Napoli í pólska framherjann Arkadiusz Milik en hann á að fylla skarð Gonzalo Higuain sem fór til Juventus. (Gazzetta dello Sport)

Jese hefur fengið leyfi til að fara frá Real Madrid en Arsenal og Liverpool hafa áhuga á honum. (Sun)

Everton er að kauap Idrissa Gueye, miðjumann Aston Villa, á 7,1 milljón punda. (Birmingham Mail)

Besiktas vill fá Mario Balotelli á láni frá Liverpool. (Gazzetta dello Sport)

Leicester hefur hækkað tilboð sitt í pólska kantmanninn Bartosz Kaputska upp í 5,2 milljónir punda. (The Times)

Norwich hefur boðið í Ross McCormack, framherja Fulham, en tilboðið hljóðar upp á tólf milljónir punda. (Daily Mail)

Roberto Martinez, fyrrum stjóri Everton, er líklegastur til að taka við Hull. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner