Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júlí 2016 11:27
Magnús Már Einarsson
Man City reynir að fá Jesus, Sane og Moreno
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Manchester City er í viðræðum um kaup á Leroy Sane, Gabriel Jesus og Marlos Moreno.

Sane hefur óskað eftir því að fá að fara frá Schalke í Þýskalandi en þessi tvítugi kantmaður var í þýska landsliðshópnum á EM í Frakklandi.

Líklegt er að Manchester City þurfi að borga 40 milljónir punda til að landa Sane.

Hinn 19 ára gamli Jesus er framherji Palmeiras í Brasilíu en hann gæti kostað yfir 20 milljónir punda.

Moreno er einnig 19 ára framherji en hann gæti komið til Manchester City frá brasilíska félaginu Atletico Nacional á átta milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner