Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 27. júlí 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd vildi fá Mane
Mynd: Getty Images
Saido Mane hefur greint frá því að Manchester United hafði áhuga á að fá hann í sínar raðir áður en hann samdi við Liverpool.

Liverpool keypti Mane frá Southampton á 36 milljónir punda í sumar en Manchester United hafði áður sýnt honum áhuga.

„Já, það er satt," sagði Mane aðspurður út í áhuga Manchester United.

„Það var áhugi frá mörgum félögum, ekki bara Manchester United. Um leið og ég vissi að Liverpool hafði áhuga þá fannst mér þetta vera rétta félagið með rétta þjálfarann. Það var rétt fyrir mig að koma hingað."

„Liverpool er risa félag með mikla sögu. Félagið hefur unnið marga titla í gegnum tíðina og um leið og ég vissi af möguleikanum á að koma hingað og vissi að stjórinn vildi mig þá sagði ég já."

Athugasemdir
banner
banner
banner