banner
   mið 27. júlí 2016 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Hólmar og félagar höfðu betur
Mynd: Getty Images
Rosenborg 2 - 1 APOEL
1-0 C. Gytkjær ('23)
2-0 J. Skjelvik ('45)
2-1 G. Efrem ('67)

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosenborg er liðið lagði APOEL að velli.

Rosenborg stjórnaði leiknum frá upphafi til enda og áttu gestirnir frá Kýpur aðeins þrjú skot í leiknum, þar sem aðeins eitt fór á rammann en hafnaði í netinu.

Matthíasi Vilhjálmssyni var skipt inná á 79. mínútu leiksins þegar staðan var 2-1 en honum tókst ekki að bæta við forystu heimamanna sem geta búist við afar erfiðum útileik þegar þeir kíkja til Kýpurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner