Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2016 11:22
Magnús Már Einarsson
Mkhitaryan spilar fyrir föður sinn sem er látinn
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Manchester United, segist alltaf hafa verið staðráðinn í að feta í fótspor föður síns og verða atvinnumaður í fótbolta.

Helmut, faðir Mkhitaryan, lést 33 ára að aldri eftir að hafa fengið heilaæxli.

Hann var á sínum tíma atvinnumaður í fótbolta og Henrikh var sjálfur alltaf staðráðinn í að ná langt í boltanum.

„Hann hefur drifið mig áfram, hann var fyrirmynd mín þegar ég var yngri. Hann spilaði fótbolta sem atvinnumaður og draumur minn var alltaf að fara með honum á æfingasvæðið," sagði Mkhitaryan en hann kemur frá Armeníu.

„Ég vildi vinna við það sama og hann og vera fótboltamaður. Ég vona að hann sé stoltur af mér þegar hann horfir á mig úr skýjunum. Ég geri allt sem ég get til að gera hann stoltan."

„Það er mjög erfitt að alast upp án föður því að fjölskyldan er ekki með alvöru mann sem getur gefið þér leiðbeiningar og aga. Móðir mín var bæði móðir mín og faðir minn."

Athugasemdir
banner
banner