Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 27. júlí 2016 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Muller: Verður skemmtilegra að vinna Dortmund í ár
Muller hlakkar til að mæta Dortmund.
Muller hlakkar til að mæta Dortmund.
Mynd: Getty Images
Thomas Muller, sóknarmaður Bayern Munchen, tekur því fagnandi að Borussia Dortmund hafi styrkt sig í sumar og segir að það verði bara þeim mun skemmtilegra að vinna þessa helstu keppinauta sína.

Dortmund missti leikmenn á borð við Mats Hummels, Henrikh Mkhitaryan og Ilkay Gundogan en hefur í staðinn fengið Mario Götze, Andre Schurrle, Sebastian Rode, Ousmane Dembele, Marc Bartra, Emre Mor, Rahpael Guerreiro og Mikel Merino í sínar raðir.

„Það er gaman þegar liðfélagarnir í þýska landsliðinu spila fyrir helsta keppinautinn hjá félagsliðinu. Það er mikilvægt fyrir Bayern og Bundesliguna að Dortmund séu sterkir," sagði Muller við Sport Bild.

„Þeir börðust frábærlega á síðasta tímabili og settu stigamet fyrir liðið í 2. sæti af ástæðu. Það er auka hvatning fyrir okkur að þeir hafi styrkt liðið sitt, það gerir það bara meira skemmtilegt að vinna þá aftur."

„Dortmund hefur keypt frábæra leikmenn og ég tel að þeir séu sigurstranglegastir ásamt Bayern."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner