Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2016 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers ánægður með stórkostlegt jafntefli í Kasakstan
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers er himinlifandi með jafntefli sinna manna í Celtic gegn Astana er liðin mættust í Kasakstan í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í dag.

Heimamenn komust yfir með skallamarki í fyrri hálfleik og héldu miklum sóknarþunga út leikinn. Gestirnir frá Skotlandi jöfnuðu með marki frá Leigh Griffiths á 78. mínútu, en það var eina skot Celtic sem hitti rammann í leiknum.

„Þetta eru stórkostleg úrslit fyrir okkur, þegar ég lít til baka á leikinn var hugarfar liðsheildarinnar það sem hreif mig mest," sagði Rodgers.

„Það bjuggust allir við að við kæmum ekki heim með annað en tap og sárt enni í farteskinu en strákarnir eiga mikið lof skilið fyrir að ná þessum úrslitum.

„Við sýndum mikinn baráttuvilja og ég er stoltur. Þetta er erfiður útivöllur, sérstaklega því við þurftum að spila á ónáttúrulegu gervigrasi sem enginn okkar er vanur."

Athugasemdir
banner
banner
banner