Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2016 19:52
Alexander Freyr Tamimi
Sam Hewson tilbúinn að yfirgefa FH fyrir meiri spiltíma
Sam Hewson í leik með FH.
Sam Hewson í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sam Hewson, miðjumaður FH, er opinn fyrir því að yfirgefa félagið á láni áður en félagaskiptaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin.

Hewson hefur einungis komið við sögu í fjórum leikjum með FH til þessa í Pepsi-deildinni og þar af hefur hann byrjað þrjá þeirra. Vill hann fá meiri spiltíma jafnvel þó það þýði að hann þurfi að leita á önnur mið.

„Ég er opinn fyrir því að fara á lán til að fá meiri spiltíma þar sem ég er ekki að spila jafn mikið og ég myndi vilja," sagði Hewson í samtali við Fótbolta.net.

„Mér þykir virkilega vænt um FH og ég hef ekkert út á félagið að setja, en ég hef mikinn metnað sem leikmaður og vil helst spila alla leiki. Ef það er ekki hægt hér er ég tilbúinn að skoða aðra möguleika, en ef það gengur ekki upp mun ég auðvitað halda áfram að leggja hart að mér og berjast fyrir sæti mínu."

Hewson tábrotnaði í fyrsta leik og missti því úr nokkrum leikjum vegna meiðsla. Hann kveðst hins vegar vera í góðu formi núna og skoraði hann til að mynda gegn Dundalk í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner