banner
   mið 27. júlí 2016 09:00
Elvar Geir Magnússon
Tómas Þór spáir í 13. umferð Inkasso-deildarinnar
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Grindavík fimm í kvöld?
Skorar Grindavík fimm í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm af sex leikjum 13. umferðar 1. deildar karla, Inkasso-deildarinnar, fara fram í kvöld. Umferðinni lýkur svo á mánudaginn.

Ástríðan í deildinni er mikil en við fengum Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann á 365 og útvarpsmann, til að spá í spilin.

Fram 1 - 1 Þór (í kvöld 18:15)
Þegar tvö lið sem virðast ekki geta unnið fótboltaleiki eigast við er alltaf traust að spá jafntefli. Það er svo mikið undir hjá þeim báðum að koma sér aftur á sigurbraut að þetta verður harðlífi.

HK 0 - 2 Leiknir R. (í kvöld 19:15)
Leiknismenn eru komnir á skrið og tapa ekki mörgum leikjum til viðbótar. Þvílíkur styrkur fyrir þá að fá Sindra Bjössss aftur heim. HK er að rétta úr kútnum en Leiknir er of sterkt og sérstaklega varnarlega.

KA 4 - 0 Haukar (í kvöld 19:15)
Norðanmenn eru væntanlega í hefndarhug eftir útreiða sem þeir fengu á Ásvöllum í annarri umferð deildarinnar. Gæðamunurinn á liðunum er ógnvænlegur og það mun sjást.

Fjarðabyggð 1 - 0 Leiknir F. (í kvöld 19:15)
Austfjarðaliðin virðast meira og minna bara að ætla reita stig af hvort öðru. Fáskrúðsfirðingar eru í veseni eftir að captain fantastic Björgvin Pétur meiddist og því verð ég að gefa Eskfirðingum þetta. Thank you for your service.

Grindavík 5 - 0 Huginn (í kvöld 19:15)
Grindavík skorar mörk eins og að drekka vatn. Þegar það kemst yfir vill það skora annað sem er gaman að sjá. Þetta verður upprúll.

Selfoss 1 - 2 Keflavík (mánudag)
Keflvíkingar gera sér allt eins erfitt fyrir og þeir geta en tapa samt eiginlega aldrei. Þetta verður svipað dæmi. Erfið fæðing en þrjú góð stig.

Staðan í deildinni:
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner