mið 27. júlí 2016 13:07
Magnús Már Einarsson
Wilshere: Hefðum átt að vinna Ísland
Wilshere í leiknum gegn Íslandi.
Wilshere í leiknum gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur tjáð sig um 2-1 tapið gegn Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í síðasta mánuði.

Wilshere kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum í Nice.

„Þetta voru vonbrigði, auðvitað. Við getum horft til baka núna. Við skoðum hvern leik og við vitum að við hefðum getað gert betur," sagði Wilshere.

„Það sem klikkaði gegn Íslandi er að við vorum ekki nógu góðir á þessum ákveðna leikdegi. Við spiluðum vel gegn Rússum og hefðum átt að vinna þá. Við unnum síðan Wales. Leikurinn gegn Slóvakíu var skrýtinn því við vissum að við vorum komnir áfram."

„Við vorum sigurstranglegri fyrir leikinn gegn Íslandi og hefðum átt að vinna. Kannski var pressan of mikil en þegar allt kom til alls þá vorum við ekki nægilega góðir. Þannig var það. Þetta er alltaf í minningunni og þú hugsar hluti eins og "hvað ef?"

„Það góða við fótboltann er að þú færð alltaf tækifæri til að halda áfram. Ég er búinn með tveggja vikna sumarfrí og nú hefst nýtt tímabil. Við þurfum að gleyma þessu núna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner