Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. júlí 2017 22:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
4. deild: Augnablik og Elliði með stórsigra
Andri Janusson skoraði fyrir Álftanes í kvöld
Andri Janusson skoraði fyrir Álftanes í kvöld
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Þrír leikir fóru fram í 4. deild karla í kvöld en leikið var í B og D-riðlum.

Í B-riðli fóru fram tveir leikir. Í báðum leikjunum unnust stórsigrar. Augnablik fór illa með Afríku og vann 6-1 og Elliði slátraði Stokkseyri, 8-0.

Augnablik styrkti stöðu sína í 2. sæti riðilsins en Elliði komst með sigri sínum, uppfyrir Stokkseyri og upp í 7. sæti.

Í D-riðli mættust Mídas og Álftanes. Gestirnir í Álftanes byrjuðu betur og komust yfir strax á 15. mínútu en markið gerði Finn Axel Hansen úr vítaspyrnu. Tveimur mínútum síðar skoraði Andri Janusson annað mark Álftanes.

Undir lok fyrri hálfleik fengu Mídas vítaspyrnu og úr henni skoraði Sigurjón Björn Grétarsson. Gunnar Oddgeir Birgisson innsiglaði hins vegar góðan 3-1 sigur Álftanes með marki á 61. mínútu.

Álftanes er að fara illa með D-riðilinn og eru með örugga forystu á toppi riðilsins. Mídas er í 4. sæti.

4. deild karla - B-riðill
Afríka 1 - 6 Augnablik
Markaskorara vantar

Elliði 8 - 0 Stokkseyri
Markaskorara vantar

4. deild karla - D-riðill
Mídas 1 - 3 Álftanes
0-1 Finn Axel Hansen úr víti ('15)
0-2 Andri Janusson ('17)
1-2 Sigurjón Björn Grétarsson úr víti ('45)
1-3 Gunnar Oddgeir Birgisson ('61)
Athugasemdir
banner