banner
   fim 27. júlí 2017 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benzema við það að skrifa undir nýjan samning
Benzema verður væntanlega áfram í Madríd.
Benzema verður væntanlega áfram í Madríd.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt fréttum á Spáni er sóknarmaðurinn Karim Benzema við það að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Real Madrid.

Real Madrid leiðir víst kapphlaupið um ungstirnið Kylian Mbappe hjá Mónakó, en þrátt fyrir það ætla þeir ekki að leyfa núverandi stjörnum sínum að fara. Benzema er einn af þessum stjörnuleikmönnum.

Á forsíðu Marca segir að Benzema sé algjör lykilmaður í plönum Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid.

Benzema hefur myndað öflugt sóknarþríeyki hjá Real Madrid með Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Þeir eru gjarnan kallaðir "BBC" og eru í samkeppni við "MSN" (Messi, Neymar, Suarez) hjá Barcelona.

Benzema á tvö ár eftir af núgildandi samningi sínum, en hann er eins og áður segir mikilvægur í plönum Zidane og þess vegna ætla þeir að endursemja við hann strax, fimm ára samningur er á borðinu.
Athugasemdir
banner
banner