fim 27. júlí 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Bob Bradley tekur við nýjasta liði MLS-deildarinnar
Bobd Bradley er kominn með nýtt starf
Bobd Bradley er kominn með nýtt starf
Mynd: Getty Images
Fyrrum stjóri Swansea, Bob Bradley var ekki lengi án starfs því hann hefur verið ráðinn þjálfari nýjasta félagsins í MLS-deildinni, Los Angeles FC.

Bradley varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn til þess að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við Swansea á síðasta tímabili en ævintýrið entist aðeins í 85 daga.

Hann stýrði Swansea í 11 leikjum en vann aðeins tvo.

Bradley er fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og vonast hann til að endurvekja feril sinn með Los Angeles þegar MLS-deildin byrjar aftur á næsta tímabili.

Sonur Bradley, Michael Bradley hefur leikið 135 landsleiki fyrir Bandaríkin en hann leikur með Toronto í MLS-deildinni. Þeir feðgar geta því mæst á næsta tímabili.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner