Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 27. júlí 2017 10:05
Magnús Már Einarsson
Coutinho vill fara til Barca - Bale og Matic til Man Utd?
Powerade
Gareth Bale kemur talsvert fyrir í pakka dagsins.
Gareth Bale kemur talsvert fyrir í pakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Coutinho gæti farið til Barcelona.
Coutinho gæti farið til Barcelona.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með slúðrið í dag. Kíkjum á það helsta.



PSG vonast til að kaupa Neymar (25) frá Barcelona á 198 milljónir punda á næstu 15 dögum. (L'Equipe)

Barcelona ætlar að reyna að fá Philippe Coutinho (25) ef Neymar fer til PSG. (Talksport)

Coutinho hefur beðið Liverpool um að leyfa sér að fara til Barcelona. Coutinho hefur nú þegar náð samkomulagi við Barcelona. (RAC1)

Ef Kylian Mbappe (18), framherji Mónakó, fer til Real Madrid þá gæti Gareth Bale farið frá Real til Manchester United. (Independent)

Bale hefur hafnað tilboði um að ganga í raðir Arsenal. Þar átti hann að fylla skarð Alexis Sanchez. (Don Balon)

Jack Wilshere (25) vill spila áfram á Englandi ef hann yfirgefur Arsenal. (ESPN)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur gefið í skyn að Zlatan Ibrahimovic (35) geri nýjan samning við félagið. (Time)

Arsenal er að kaupa Thomas Lemar frá Mónakó á 45 milljónir punda. (Sun)

Aðrar fréttir segja að Lemar verði áfram hjá Mónakó. (Metro)

Manchester United vill ennþá fá Nemanja Matic (28) miðjumann Chelsea. United vonast til að geta keypt Matic á 40 milljónir punda. (Independent)

Mamadou Sakho (27) er ekki í 30 manna leikmannahópi Liverpool fyrir æfingaferð til Þýskalands. (Liverpool Echo)

Mikel Merino (21), miðjumaður Dortmund, er á leið til Newcastle. (Evening Chronicle)

Chelsea vill fá 500 milljónir punda á láni til að byggja nýjan leikvang í stað þess að treysta á pening frá Roman Abramovich eiganda félagsins. (Times)

Chelsea er í viðræðum við styrktaraðila um nafn á nýjum leikvangi. Stamford Bridge nafnið verður þó tengt leikvanginum á einhvern hátt. (Evening Standard)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að Harry Kane (23) væri efstur á óskalistanum ef hann mætti velja sér einhvern framherja í heiminum. (Daily Mail)

Tottenham er að kaupa serbneska miðjumanninn Ljubomir Fejsa (28) frá Benfica. (Sun)

Ronald Koeman, stjóri Everton, vill fá þrjá nýja leikmenn. Gylfa Þór Sigurðsson (27), miðvörð og framherja. (Mirror)

Middlesbrough hefur boðið sjö milljónir punda í Ashley Fletcher (21) framherja West Ham. (Sun)

Birmingham er að fá kantmanninn Stewart Downing (33) frá Middlesbrough. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner