Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. júlí 2017 20:43
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
EM kvenna: Spánn áfram þrátt fyrir tap
England vann riðilinn sinn örugglega
England vann riðilinn sinn örugglega
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Evrópumóts kvenna lauk rétt í þessu þegar D-riðill keppninnar kláraðist.

Fyrir leikinn var England þegar komið áfram í 8-liða úrslitin. Það kom þó ekki að sök því Toni Duggan kom Englendingum yfir strax á 7. mínútu.

Tíu mínútum síðar jafnaði Carolina Mendes metinn en þetta var hennar annað mark á mótinu. Carolina leikur með Grindavík í Pepsi-deild kvenna.

Í upphafi seinni hálfleik skoraði Nikita Parris og kom Englendingum í 2-1 og lengra komust Portúgalar ekki.

Englendingar sigruðu því riðilinn örugglega með fullt hús stiga og mæta þær Frökkum í 8-liða úrslitum.

Í hinum leik riðilsins mættust Skotland og Spánn. Þar var aðeins eitt mark skorað en það gerði Caroline Weir og tryggði hún Skotum fyrstu stigin á mótinu í sumar.

Þrátt fyrir tapið eru það Spánverjar sem fara áfram. Spánn, Portúgal og Skotland enduðu öll með þrjú stig en Spánn var með bestu markatöluna af liðunum þremur og fara því í 8-liða úrslit. Þar mæta þær sigurvegaranum úr riðli okkar Íslendinga, Austurríki.

Portúgal 1 - 2 England
0-1 Toni Duggan ('7 )
1-1 Carolina Mendes ('17 )
1-2 Nikita Parris ('48 )

Skotland 1 - 0 Spánn
1-0 Caroline Weir ('42 )
Athugasemdir
banner
banner
banner