Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. júlí 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Stjarnan og ÍBV mætast í undanúrslitum
Mynd: Fótbolti.net
Það er nóg um að vera í fótboltalífinu hér á landi í dag.

Það er fyrst og fremst leikur Stjörnunnar og ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Leikið er á Samsung vellinum, en í húfi er sæti í úrslitleiknum sjálfum á Laugardalsvelli!

KR og Fjölnir mætast í frestuðum leik í Pepsi-deild karla. Leikurinn átti að vera í 10. umferð Pepsi-deildarinnar, en honum var frestað eftir gott gengi KR í Evrópukeppni. Hann hefst kl. 19:15.

Leikurinn telur er hluti af 13. umferðinni í Draumaliðsdeild Eyjabita.

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Markaðurinn opinn á ný

Það eru einnig þrír leikir í Inkasso-deildinni, þar á meðal toppslagur Keflavíkur og Fylkis, en það eru efstu tvö lið deildarinnar.

Grótta og Selfoss eigast einnig við og Þór og Þróttur Reykjavík.

Að lokum má líka nefna að það eru þrír leikir í 4. deild karla.

Allir á völlinn!

fimmtudagur 27. júlí

Pepsi-deild karla 2017
19:15 KR-Fjölnir (Alvogenvöllurinn)

Inkasso deildin 1. deild karla 2017
18:00 Þór-Þróttur R. (Þórsvöllur)
19:15 Grótta-Selfoss (Vivaldivöllurinn)
19:15 Keflavík-Fylkir (Nettóvöllurinn)

4. deild karla 2017 B-riðill
20:00 Elliði-Stokkseyri (Fylkisvöllur)
20:00 Afríka-Augnablik (Leiknisvöllur)

4. deild karla 2017 D-riðill
20:00 Mídas-Álftanes (Víkingsvöllur)

Borgunarbikar karla
17:30 Stjarnan-ÍBV (Samsung völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner