fim 27. júlí 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joe Hart: Það verður erfitt að vinna deildina
Hart á æfingu með West Ham.
Hart á æfingu með West Ham.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur fengið til sín sterka leikmenn í sumar. Joe Hart er einn þeirra, en hann stefnir hátt með sínu nýja liði.

Joe Hart var ekki inn í myndinni hjá Pep Guardiola, stjóra Manchester City, og var því lánaður til West Ham fyrir komandi tímabil. Ásamt honum hefur félagið fengið Pablo Zabaleta, Marko Arnautovic og nú síðast sóknarmanninn Javier Hernandez, Chicharito.

Hart telur að West Ham geti gert góða hluti á tímabilinu, en það verði þó erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina.

„Okkar markmið er að vera í topp átta í ensku úrvalsdeildinni eða jafnvel hærra en það," sagði Hart við Sky Sports.

„Það yrði gríðarlega erfitt að að vinna deildina, en við ætlum að gera okkar besta.," sagði Hart enn fremur.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner