Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. júlí 2017 16:30
Bergur Tareq Tamimi
Klopp: Verðum að verjast betur
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp segir Liverpool þurfa að læra að verjast betur við misjafnar aðstæðum og vonast til þess að geta komið að góðri vörn hjá liðinu áður en tímabilið hefst.

Liverpool kom boltanum í netið 78 sinnum á seinustu leiktíð sem þykir hreint ekki slæmt en Klopp viðurkennir að Liverpool hafi verk að vinna varðandi varnarleikinn.

Liverpool fékk á sig 42 mörk á seinasta tímabili og einungis Arsenal fékk á sig fleiri mörk af liðunum í efstu sex sætunum.

„Við þurfum að verjast betur við misjafnar aðstæður og ekki spá í hversu brjáluð hin liðin verða varðandi öll þau gæði sem við höfum," sagði Klopp í viðtali hjá vefsíðu Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner