Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. júlí 2017 09:42
Elvar Geir Magnússon
Mark Fanndísar eina skot Íslands á markið á EM
Fanndís fagnar marki Íslands.
Fanndís fagnar marki Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir Evrópumótið voru talsverðar áhyggjuraddir yfir sóknarleik Íslands og þær áhyggjuraddir voru ekki að ástæðulausu.

Samkvæmt tölfræði UEFA, opinberri tölfræði mótsins, náði Ísland aðeins einu skoti á markið þá þrjá leiki sem liðið spilaði.

Það var skotið sem bjó til eina mark Íslands á mótinu, mark Fanndísar Friðriksdóttur gegn Sviss.

Alls náðu mótherjar Íslands 24 skotum á mark okkar liðs.

Skot á mark:
Ísland - Frakkland 0-5
Ísland - Sviss 1-3
Ísland - Austurríki 0-16
Samtals: 1-24

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner