fim 27. júlí 2017 20:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Nainggolan skrifar undir nýjan samning við Roma
Nainggolan verður áfram hjá Roma
Nainggolan verður áfram hjá Roma
Mynd: Getty Images
Belgíski landsliðsmaðurinn, Radja Nainggolan hefur skrifaði undir fjögurra ára samning við Roma.

Miklar vangaveltur voru um framtíð Nainggolan en hann hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United í sumar. Hann hefur hins vegar bundið enda á þessar vangaveltur núna.

Nainggolan gekk til liðs við Roma frá Cagliari í janúar 2014 og hefur skorað 27 mörk í 161 leikjum fyrir félagið.

„Ég held að ég hafi sýnt fram á að þetta var alltaf það sem ég vildi. Ég er mjög ánægður, sérstaklega með að ég og félagið getum haldið ævintýri okkar saman," sagði Nianggolan við heimasíðu Roma."

James Pallott, forseti félagsins var mjög ánægður með að Nainggolan væri búinn að framlengja við félagið.

„Við erum ánægðir með að Nainggolan sé búinn að staðfesta framtíð sína, og mikilvægustu ár ferils síns hjá Roma. Á síðasta tímabili var hann án efa einn besti miðjumaður heims og það kom ekki á óvart að hann var orðaður við stærstu lið Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner