Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. júlí 2017 23:15
Magnús Már Einarsson
Ólíklegt að Gylfi fari til Everton
Mynd: Getty Images
Ólíklegt er að Gylfi Þór Sigurðsson fari frá Swansea til Everton í sumar. Þetta segir WalesOnline í kvöld.

WalesOnline er fjölmiðill sem fylgist mjög vel með gangi mála hjá Swansea.

Everton hefur boðið bæði 40 og 45 milljónir punda í Gylfa sumar en Swanea hefur hafnað þeim.

Steve Kaplan og Jason Levien, eigendur Swansea, vilja fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa og ætla ekki að gefa sig með þann verðmiða.

Ekkert hefur gerst í málum Gylfa undanfarna daga og WalesOnline segir að nú sé ólíklegt að Everton kaupi hann.

Gylfi fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum en í gær hóf hann að nýju æfingar með liðsfélögum sínum eftir að þeir komu heim úr æfingaferðinni.
Athugasemdir
banner
banner