Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 27. júlí 2017 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Örn: Þessi bolti hefði farið inn „either way"
Óskar Örn Hauksson í leik með KR
Óskar Örn Hauksson í leik með KR
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR í Pepsi-deild karla, var mjög sáttur með spilamennsku liðsins í 2-0 sigrinum á Fjölni í kvöld en leikið var á Alvogen-vellinum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Fjölnir

KR-ingar eru komnir í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig eftir sigur kvöldsins en Pálmi Rafn Pálmason og Óskar gerðu mörk heimamanna.

Liðið sundurspilaði Fjölnismenn í síðari hálfleik en gestirnir veittu þeim þó mikla keppni í þeim fyrri.

„Já, virkilega. Við höfum ekki náð í alltof marga sigurleiki í sumar en erum komnir með tvo núna. Við vorum svolítið lengi í gang almenninlega en þegar Pálmi skorar þá upplifi ég eins og við séum með leikinn undir control og klárum hann sterkt að mér finnst," sagði Óskar við fjölmiðla.

„Þetta er einfalt. Þegar vel gengur eru allir ánægðir og öfugt en auðvitað ætluðum við að vera á öðrum stað akkurat núna en við getum ekkert gert í því nema að halda áfram."

André Bjerregaard kom til KR frá Horsens á dögunum en hann hefur gefið KR nýja vídd í sóknarleiknum og reynst afar mikilvægur.

„Hann kemur með öðruvísi vídd inn í okkar sóknarleik og hentar okkur ágætlega í dag. Ég er sammála því að með honum hefur komið öðruvísi líf í þetta og ég er virkilega ánægður með hans innkomu í liðið."

Óskar skoraði annað mark KR í kvöld en boltinn fór af varnarmanni og í netið. Hann segir að boltinn hefði farið inn hvort sem hann hefði snert varnarmann eða ekki.

„Þessi bolti hefði farið inn either way en auðvitað dettur þetta oft með þegar gengur vel og það þarf að gera það. Þetta er farið að detta aðeins með okkur núna," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner