Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. júlí 2017 21:07
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pepsi: KR upp í efri hlutann eftir sigur á Fjölni
Óskar Örn skoraði annað mark KR-inga í kvöld
Óskar Örn skoraði annað mark KR-inga í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
KR 2 - 0 Fjölnir
1-0 Pálmi Rafn Pálmason ('43 )
2-0 Óskar Örn Hauksson ('75 )

KR og Fjölnir mættust í Pepsi-deild karla í kvöld en leiknum hafði verið frestað vegna þátttöku KR í Evrópudeildinni.

KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik en fyrsta markið kom þó ekki fyrr en undir lok hálfleiksins.

Það gerði Pálmi Rafn Pálmason með hörkuskoti sem fór í stöngina og inn.

Heimamenn í KR héldu áfram að sækja í fyrri hálfleik og voru oft nálægt því að skora.

Annað markið kom á 75. mínútu en það gerði Óskar Örn Hauksson en boltinn átti viðkomu í varnarmann Fjölnis.

Fjölnir reyndi að minnka muninn en það tókst ekki og lokatölur því 2-0 fyrir KR. Með sigrinum komust KR-ingar í efri hluta deildarinnar með 17 stig en Fjölnir er í 9. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner