Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. júlí 2017 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Perisic lagði upp í sigri Inter á Bayern
Mynd: Getty Images
Bayern München 0 - 2 Inter
0-1 Eder ('8)
0-2 Eder ('30)

Bayern München og Inter Milan mættust á International Champions Cup-æfingamótinu í Singapúr í dag.

Inter byrjaði leikinn vel og komst yfir á 8. mínútu með marki Eder, en hann var aftur á ferðinni þegar hálftími var búinn af leiknum.

Króatinn Ivan Perisic lagði upp seinna markið fyrir Eder, en Perisic hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í sumar.

Bæði lið gerðu margar breytingar á liðum sínum í hálfleik og í seinni hálfleiknum, en leikurinn endaði að lokum 2-0 fyrir Inter.

Þessi æfingaferð var ekki sérstaklega góð fyrir Þýskalandsmeistara Bayern. Liðið er nú á leið heim til Þýskaland, en næsti leikur hjá þeim er gegn Liverpool á Allianz-Arena í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner