Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. júlí 2017 08:56
Magnús Már Einarsson
Skoskur framherji á reynslu hjá Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Skoski framherjinn Leighton McIntosh er til reynslu hjá Breiðabliki en hann mætti á fyrstu æfingu hjá liðinu í gærkvöldi.

„Leighton er stór og stæðilegur framherji sem leikið hefur með skoska unglingalandsliðinu," segir á Blikar.is.

„Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hann gangi til liðs við Breiðablik áður en félagskiptaglugganum verður lokað."

Hinn 24 ára gamli Leighton er uppalinn hjá Dundee en undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið með Peterhead í skosku B-deildinni.

Breiðablik hefur fengið bakvörðinn Dino Dolmagic og miðvörðinn Elfar Frey Helgason inn í hópinn í júlí en það skýrist á næstu dögum hvort Leighton komi líka.
Athugasemdir
banner