Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. júlí 2017 20:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Skotland sektað fyrir að baula á þjóðsöng Englands
Stuðningsmenn skoska landsliðsins hafa verið til vandræða
Stuðningsmenn skoska landsliðsins hafa verið til vandræða
Mynd: Facebook síða skoska knattspyrnusambandsins
Skoska knattspyrnusambandið hefur verið sektað af FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandinu um 4000 pund eftir að stuðningsmenn Skotlands bauluðu þegar enski þjóðsöngurinn var spilaður í leik liðanna í júní.

Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem Skotar eru sektaðir.

Í nóvember var skoska knattspyrnusambandið sektað um 16000 pund, þá einnig eftir leik gegn Englandi.

Þá bauluðu skoskir stuðningsmenn einnig á þjóðsöng Englendinga, ásamt því að kasta hlutum inn á völlinn og vera með pólitísk skilaboð á fánum og skiltum.

Leikurinn í Skotlandi endaði með jafntefli en Englendingar unnu heimaleikinn sinn örugglega.
Athugasemdir
banner
banner