Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. júlí 2017 10:21
Magnús Már Einarsson
Þrír erlendir í Njarðvík - Einn er fyrrum samherji Ronaldo
Mynd: Njarðvík
Njarðvík, sem er á toppnum í 2. deild, hefur fengið þrjá erlenda leikmenn í sínar raðir. Um er að ræða skosku leikmennina Kenneth Hogg og Neil Slooves sem koma frá Tindastóli sem og Gualter Bilro frá Portúgal.

Kenneth hefur skorað níu mörk í 2. deildinni með Tindastóli í sumar en í fyrra var hann einn af markahæstu leikmönnunum í 2. deild.

Neil er varnar og miðjumaður en hann hefur skorað eitt mark í ellefu leikjum með Tindastóli í sumar.

Næsti leikur Njarðvíkur er einmitt gegn Tindastóli annað kvöld en Kenneth getur þó ekki spilað þar vegna leikbanns.

Gualter er 31 árs varnar og miðjumaður sem kemur frá Almancilense sem leikur í portúgölsku C-eildinni. Gualter ólst upp hjá Porto en hann hefur undanfarin ár leikið í B og C-deildinni í Portúgal.

Á sínum tíma lék Gualter með yngri landsliðum Portúgala en í U17 ára landsliðinu var hann liðsfélagi Cristiano Ronaldo.

Þessir leikmenn eiga meðal annars að fylla skörð Jón Veigar Kristjánsson og Magnús Þór Magnússon sem eru á leið til Bandaríkjanna í skóla á næstunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner