Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. júlí 2017 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Varaforseti UEFA segir af sér vegna spillingarmála
Sakaður um spillingu.
Sakaður um spillingu.
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Angel Maria Villar er hættur sem varaforseti UEFA. Villar var á dögunum handtekinn í tengslum við rannsókn á spillingu.

Hann situr nú í varðhaldi í heimalandi sínu.

Villar, sem hefur neitað öllum ásökunum, var handtekinn vegna gruns um spillingu í starfi sínu sem formaður knattspyrnusambands Spánar. Honum hefur verið vikið úr því starfi tímabundið.

Villar hefur einnig gegnt varaforseta stöðu hjá UEFA og einnig verið í stöðu hjá FIFA. Hann hefur nú sagt af sér í báðum þeim störfum.

„Villar mun ekki lengur sinna starfi hjá stofnun okkar," segir í yfirlýsingu sem UEFA sendi frá sér í dag.

UEFA vildi ekki tjá sig neitt um málaferlin gegn Villar.
Athugasemdir
banner
banner