Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 27. júlí 2017 17:25
Magnús Már Einarsson
Viktor Örn í ÍA (Staðfest)
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: ÍA
ÍA hefur fengið varnarmanninn Viktor Örn Margeirsson í sínar raðir á láni frá Breiðabliki.

Í sumar hefur Viktor leikið sex leiki með Breiðabliki í Pepsi-deildinni en hann er á eftir þeim Damir Muminovic og Elfari Frey Helgasyni í röðinni í miðvarðastöðurnar í Kópavogi.

Viktor Örn, sem er fæddur árið 1994, er uppalinn í Breiðabliki og fékk sína fyrstu meistaraflokksreynslu með Augnabliki sumarið 2013.

Tímabilið eftir spilaði hann 19 leiki með HK í fyrstu deildinni á láni áður en hann fór aftur í Breiðablik.

„Knattspyrnufélag ÍA býður Viktor Örn velkominn til félagsins og væntir mikils af honum það sem er eftir að tímabilinu," segir í tilkynningu frá ÍA.

Viktor gæti spilað sinn fyrsta leik með ÍA á mánudaginn þegar liðið heimsækir Val.

Þá hefur ÍA lánað bakvörðinn unga Hilmar Halldórsson í Kára sem er í toppbaráttunni í 3. deildinni. Hilmar hefur komið við sögu í fimm leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner