Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. ágúst 2013 15:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 17. umferð: Fór í mark eftir botnlangakast
Leikmaður 17. umferðar - Rúnar Alex Rúnarsson (KR)
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Rúnar Alex ver vítaspyrnu Davíðs Þórs Viðarssonar.
Rúnar Alex ver vítaspyrnu Davíðs Þórs Viðarssonar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það var skemmtilegt að fá tækifæri fyrir framan fullt af fólki gegn FH og vera hent út í djúpu laugina," sagði Rúnar Alex Rúnarsson markvörður KR við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 17. umferðar í Pepsi-deildinni.

Rúnar Alex hefur fengið mikið af góðum kveðjum eftir frammistöðu sína gegn FH-ingum.

,,Ég átti allt í einu geðveikt mikið af vinum. Ég hef fengið mikið af góðum kveðjum og hef heyrt frá fólki að það er mjög ánægt. Það er alltaf gaman að vinna FH."

Mætir FH aftur í dag:
Þegar Fótbolti.net heyrði í Rúnari í dag var hann að undirbúa sig fyrir leik með 2. flokki KR í kvöld en þar mætir liðið FH.

,,Þetta er öðruvísi leikur. Við erum ekki í toppbaráttu, við erum meira í fallbaráttu í 2. flokki. Þetta er öðruvísi en ég er jafngíraður fyrir þennan leik og fyrir leikinn gegn FH."

Rúnar Alex er 18 ára gamall en erlend félög hafa sýnt honum áhuga og ekki er ólíklegt að hann fari í atvinnumennsku áður en langt um líður.

,,Það er alltaf einhver áhugi en ég veit ekki alveg hvað er að gerast. Ég fæ ekki að vita neitt fyrr en það er orðinn nægilega mikill áhugi. Eins og staðan er í dag þá er ég leikmaður KR og það breytist ekkert fyrr en í fyrsta lagi í janúar glugganum."

Undanfarin ár hefur Rúnar Alex nokkrum sinnum farið erlendis á reynslu en hann æfði meðal annars með uppáhaldsliði sínu Liverpool í október 2011.

,,Flestir bestu gaurarnir voru að keppa í Nextgen seríunni svo ég æfði ekki með þeim. Ég borðaði hádegismat með Andre Wisdom, Raheem Sterling og þessum gaurum en ég æfði ekkert með þeim."

Ætlaði fyrst að vera miðjumaður:
Rúnar Kristinsson, faðir Rúnars og þjálfari KR, var á sínum tíma frábær miðjumaður. Rúnar Alex ætlaði að feta í fótspor hans í byrjun knattspyrnuferilsins en þær áætlanir breyttust snemma.

,,Ég var miðjumaður eins og pabbi þangað til að ég fékk botnlangakast þegar ég var átta ára gamall. Botnlanginn sprakk og það þurfti að fjarlægja hann. Ég var frá í þrjá mánuði og þegar ég kom til baka var ég lítill aumur og fannst ég ekki geta neitt samanborið við hina."

,,Ég var að leika mér í marki og eftir tímabilið skipti markmaðurinn okkar (hjá Lokeren í Belgíu) um lið og ég var spurður að því hvort ég vildi prófa. Það er að reynast góð ákvörðun í dag."


Rúnar Alex bjó fyrstu tólf ár ævi sinnar erlendis þar sem faðir hans var í atvinnumennsku. Hann lék í yngri flokkunum í Belgíu með Lokeren.

,,Ég held að ég hafi haft mjög gott af því. Ég fékk að kynnast öðrum menningarheimum og fékk allan minn grunninn í fótbolta sem markvörður í Belgíu. Ég fékk frábæra þjálfun þar og það hefur verið byggt ofan á hana hérna á Íslandi. Ég held að ég hafi komið heim á mjög góðum tímapunkti," sagði Rúnar Alex að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 15. umferð - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Bestur í 14. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 13. umferð - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur í 12. umferð - Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Bestur í 11. umferð - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Bestur í 9. umferð - Gary Martin (KR)
Bestur í 8. umferð - Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Bestur í 7. umferð - Hólmbert Friðjónsson (Fram)
Bestur í 6. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 5. umferð - Jóhann Þórhallsson (Þór)
Bestur í 4. umferð - Róbert Örn Óskarsson (FH)
Bestur í 3. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur í 1. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner