Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. ágúst 2014 18:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar Már mun líklega fresta náminu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Arnar Már Björgvinsson mun líklega klára tímabilið með Stjörnunni en þetta segir hann í samtali við Vísi.

Arnar ætlaði að fara út til náms í lögfræði í Hollandi eftir leikinn gegn KR í Pepsi-deildinni á sunnudag. Stjarnan er í harðri baráttu um meistaratitilinn og mun hann líklega slá náminu á frest.

„Það gengur vel hjá liðinu og mér persónulega. Við verðum að klára þetta núna,“ sagði Arnar Már við Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamann.

„Fótboltinn er að halda mér hérna. Það er bara þannig. Stjarnan ætlar að aðstoða mig og vonandi er hægt að finna eitthvað þannig ég græði á því að vera heima.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner