Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. ágúst 2014 09:20
Jóhann Ingi Hafþórsson
Arsenal reynir að bæta við sig sóknarmanni
Olivier Giroud er meiddur.
Olivier Giroud er meiddur.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger er að hugsa um að fá sér sóknarmann áður en félagsskiptaglugginn lokar á mánudaginn þar sem talið er að Olivier Giroud verði frá til áramóta.

Frakkinn er með brotið bein í ökklanum og vill Wenger fá annan framherja til að fylla skarð hans.

Talið er að Loic Remy komi til greina fyrir um 8.5 milljónir punda ásamt því að Danny Welbeck og Eadamel Falcao koma til greina.

Manchester United er talið tilbúið að losa sig við Welbeck en ekki er víst að United vilji selja hann til erkifjenda.

Falcao er talinn vilja fara til Real Madrid en hann gæti farið á láni til Arsenal þó það gæti kostað þá upp í 20 milljónir pund að fá hann í eina leiktíð. Ólíkt þykir að Edinson Cavani fari til Arsenal þar sem PSG vill ekki missa Úrúgvæann.




Athugasemdir
banner
banner
banner