Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 27. ágúst 2014 17:58
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Arsenal gegn Besiktas: Þrjár breytingar
Mynd: Getty Images
Arsenal mætir Besiktas frá Tyrklandi í seinni leik liðanna í umspili fyrir Meistaradeildina. Fyrri leikurinn í Tyrklandi endaði 0-0 en sá seinni verður klukkan 18:45 á Emirates leikvangnum.

Arsene Wenger gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá liðinu sem gerði 2-2 jafntefli við Everton í deildinni. Laurent Koscielny, Santi Cazorla og Mathieu Flamini koma inn fyrir Calum Chambers, Mikel Arteta og Aaron Ramsey.

Olivier Giroud var hetjan í endurkomunni gegn Everton en hann er meiddur á ökkla eins og allir vita og spilar ekki í kvöld. Ramsey er í banni eftir að hafa fengið rautt í fyrri leiknum.

Fylgst verður með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.

Byrjunarlið Arsenal: Szczesny, Debuchy, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Wilshere, Ox, Flamini, Cazorla, Ozil, Sanchez


Athugasemdir
banner
banner