Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. ágúst 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Crystal Palace ætlar að ráða Clarke eða Warnock
Steve Clarke.
Steve Clarke.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace ætlar að ráða annað hvort Steve Clarke eða Neil Warnock sem knattspyrnustjóra.

Valið verður tilkynnt í dag en tæpar tvær vikur eru síðan Tony Pulis hætti sem stjóri Palace.

Malky Mackay og Tim Sherwood komu báðir sterklega til greina í starfið í síðustu viku en ekkert varð af því að þeir myndu taka við.

Warnock og Clarke eru nú líklegastir en þeir hafa báðir fundað með forráðamönnum Palace.

Keith Millen hefur stýrt liðinu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en líklegt er að hann muni starfa við hliðina á nýjum knattspyrnustjóra.
Athugasemdir
banner
banner
banner