Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. ágúst 2014 17:06
Magnús Már Einarsson
Er Zigic í alvöru á leið til Arsenal?
Nikola Zigic.
Nikola Zigic.
Mynd: Getty Images
Arsenal gæti óvænt samið við serbneska framherjann Nikola Zigic ef marka má orð umboðsmanns hans.

Í gær fór af stað orðrómur um að þessi hávaxni Serbi sé á leið til Arsenal þar sem Olivier Giroud verður frá keppni út árið vegna meiðsla.

Flestir héldu fyrst að um grín væri að ræða enda hefur Zigic verið án félags síðan samningur hans hjá Birmingham rann út fyrr í sumar.

Milan Calasan, umboðsmaður Zigic, segir hins vegar að Arsenal vilji ganga frá samningi við leikmanninn.

,,Þetta er satt. Wenger sagðist vilja fá Zigic til Arsenal. Þú getur ekki hafnað svona tilboði en Nikola á samt lokaorðið," sagði Calasan.

,,Wenger hefur boðið samning út tímabilið með möguleika á árs framlengingu. Arsenal vill ganga fljótt frá samningum en Nikola er líka með tilboð frá Tyrklandi og Sviss."
Athugasemdir
banner
banner
banner